18 ágúst 2008

Reunited í október

ja allavega hluti af okkur.
Því skvísan er á leiðinni til Danmerkur! Ó já baby, ég og Bubbi ætlum að vera saman í kóngsins Köbenhavn. Búin að bóka flug, kaupi miðann þegar ég er búin að sannfæra Gungu og svo gistingu þegar ég er komin með þetta aðeins meira á hreint.
Held ég verði kannski bara í afvötnun þangað til, því þegar ég er farin að drekka FJÓRA daga í röð þá þarf nú eitthvað að fara að skoða hlutina :-) En það var semsagt grill hjá Ásdísi og amish á miðvikudaginn, leikurinn var á fimmtudaginn, suddalegt vinnupartý á föstudaginn og svo amish-flutningar á laugardaginn. Usss... hef bara ekki upplifað annað eins. En þetta var allavega alvöru partý í vinnunni, mín bara tilbúin í bjórinn og breezerinn (nota bene mín drakk breezer allt kvöldið og kellan drekkur ekki svoleiðis!). Ótrúlega góður grillaður matur og þá drógu strákarnir fram staupinn og opalinn! Ekki nóg með það, kvöldið var svo toppað með tequila. Ef það er ekki suddalegt þá veit ég ekki hvað.
Annars er ég bara hérna alein og yfirgefin... (af kvenfólkinu sko, Víðir minn er alltaf hérna) þannig að ég er bara farin að taka Bridget Jones atriðið. "all by myself" og með tómar vínflöskur í hrúgum í kringum mig.
En ætlaði nú bara aðeins að létta á mér hérna, sé meirihlutann af ykkur sem les þetta í október!

Update: búin að kaupa miða á Bubba

22 júlí 2008

Brilliant lag

Jæja, þá eru hinir árlegu Kátir dagar búnir. Er ekki frá því að þetta hafi verið þeir skemmtilegustu sem ég hef farið á. Á nokkrar myndir sem ég á eftir að henda inn. Annars ætla ég bara að leyfa ykkur að njóta Káta daga lagsins. Benni og Hannes voru í því að semja þetta snilldar lag (sungið við Kátir voru karlar)

Kátir voru dagar
að Bakkabræðrasið
á kvennaveiðar fóru
já bræðurnir og við
Og allir komum við aftur
nema sá sem dó
við bárum hann út af barnum
já beinustu leið út í sjó
Hann dó hann dó
og lenti út í sjó
hann dó hann dó
ég skelli skelli hló
Hann var að fá sér smá tópas í tána
Hann var að skrá sig í félagsskapsskrána
Hann varð að fara í rauðskreyttu gjánna
Hann var jú jómfrúin okkar sem dó
Hann dó hann dó
og lenti út í sjó
hann dó hann dó
ég skelli skelli hló HAHAHAHA

(Það kom sko hlátur í lokin...)


Á leiðinni yfir eftir ballið

Verið að gera upp kvöldið

08 júlí 2008

Tjellan komin aftur

Jæja, kannski í lagi að blogga svona á 3 mánaða fresti.
Vorum í útilegu um helgina á Faxa, ótrúlega gaman hjá okkur. Vinahópurinn orðinn fullorðin því að með í för voru börn, hundur og tjaldvagn. Fórum í túrastaleik með börnin á Geysi og Gullfoss, dugnaður í okkur. Ótrúlega gott veður hjá okkur allan laugardaginn, enda kom meirihlutinn vel rauður aftur í bæinn. Víðir átti samt flottasta farið. Kallinn var í sandölum og ekkert að nenna að bera á lappirnar á sér þannig að hann er hvít-rauðröndóttur á fótunum.

Svo er önnur ferð um næstu helgi. Annaðhvort ættarmót í Skagafirði eða í bústaðinn á Látrum. Fer eftir því hvert tengdó ætla að fara.
Vona annars að það verði styttra í næsta blogg...

10 mars 2008

Update

Jæja, þá er komið að smá update-i.
Bíllinn minn er bara með 2 drullusokka núna.
Við erum búin að mála baðið, fórum aukaumferð viku seinna þar sem að málningin lak. Komst að því í gær að málningin lak aftur, þannig að við þurfum að mála yet again! Þannig að núna á að kíkja hvort að málningin sé svona léleg fyrir baðherbergið.
Fyrir


Loftið orðið nokkuð ljótt

Þvílíkur munur þegar við vorum búin að pússa veggina

Það gekk svoldið mikið á hjá Víði

Eftir

Nema hvað að núna vantar okkur smá lit þarna inn

Skelltum okkur í IKEA um helgina og keyptum okkur hillur og viti menn, þær eru bara komnar upp.


Ég keypti mér annars nýja bók um daginn. Eftir snillinginn hana Noru Roberts. Komst að því þegar ég var samasem búin með bókina að þetta var bara sú fyrsta í nýju trilogy hjá henni. Ákvað að kíkja á Amazon hvort ég gæti ekki bara keypt hinar tvær í staðinn fyrir að bíða eftir því að þæra koma til landsins. En neinei, bók númer 2 kemur út í maí og þriðja bókin kemur ekki fyrr en í DESEMBER!!! Þetta eyðilagði daginn alveg hjá mér. Get ekki beðið í níu mánuði! Alveg á bömmer.
Er að fara til útlanda eftir 4 daga, jibbý get ekki beðið.
Ætti að vera nóg af update-i núna.
Annars er komið vor hjá mér

21 febrúar 2008

Ég syrgi kæran vin

Ótrúlegur þessi karl, hann tekur bara ekkert tillit til mín og minna tilfinninga. Hann rænir af mér bílnum, fór í of mikinn snjó og týndi drullusokknum mínum!! Og þetta gerðist einhvern tímann í seinustu viku og ég var bara núna að frétta af því. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til að kveðja greyið... Þannig að núna er greyið bíllinn minn (er að fatta núna að ég á ENNÞÁ eftir að gefa honum nafn) bara með þrjá drullusokka :( Það ættu nú allir að vita hvað drullusokkarnir mínir hafa gengið í gegnum margt með mér. Þeir hafa skafið flestar götur bæjarins, klappað mörgum hraðahindrunum, Sandvíkurheiðina og alla leiðina á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar ásamt ýmsum öðrum leiðum. Þannig að hans verður sárt saknað.
Annars er planið hjá okkur Víði að vera ótrúlega dugleg um helgina. Ætlum að mála baðherbergið hjá okkur, þurfum að pússa það allt fyrst. En erum komin með juðara og málningu og ætlum að vera helvíti dugleg. Enda alveg kominn tími á smá upplyftingu þar. Þá fækkar gulu herbergjunum okkar um eitt, nokkuð gott afrek hjá okkur. Þannig að ef þið fréttið af því að við erum ekki að standa okkur, endilega rekið á eftir okkur.
Júbb, svo er ég loksins búin að ákveða mig með hillur inni í stofu. Ég ætla að kveðja Magga og þakka honum fyrir samfylgdina, búin að búa hjá okkur síðan við keyptum íbúðina. Við kíktum í IKEA og ætlum að kaupa okkur svoleiðis vegghillur. Erum bara aðeins að pæla í hvaða lit við eigum að fá okkur, og okkur líst best á þennan (þetta er ekki alveg svart, er með viðarrákum í). En þetta er allt að gerast. Einhver svaka framkvæmdagleði yfir mér þessa dagana.
Hva meir... júbb er að fara til útlanda eftir 3 vikur. En þessir fáu sem lesa þetta vita það líklega, og eru jafnvel að fara með mér.
Held ég segi þetta gott í bili, svo er bannað að setja út á hvað ég bloggi lítið, ef það commentar enginn hjá mér! En þetta ætti nú eitthvað að gleðja systur mína, untill next time...

31 janúar 2008

Yeah baby!

Hey, ég er víst að fara til Danmerkur. Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar! Þá meina ég tvær helgar í röð. Sjibbýýý, hlakka ekkert smá til. Við stelpurnar erum einmitt loksins að fara að panta ferðina um helgina.
Sá þetta á netinu og ákvað að deila því með ykkur..

Colonoscopies are no joke, but these comments during the exam were quite humorous..... A physician claimed that the following are actual comments made by his patients (predominately male) while he was performing their colonoscopies:
1. "Take it easy, Doc. You're boldly going where no man has gone before!
2. "Find Amelia Earhart yet?"
3. "Can you hear me NOW?"
4. "Are we there yet? Are we there yet? Are we there yet?"
5. "You know, in Arkansas, we're now legally married."
6. "Any sign of the trapped miners, Chief?"
7. "You put your left hand in, you take your left hand out..."
8. "Hey! Now I know how a Muppet feels!"
9. "If your hand doesn't fit, you must quit!
10. "Hey Doc, let me know if you find my dignity."
11. "You used to be an executive at Enron, didn't you?"
12 . "God, now I know why I am not gay."
And the best one of all..
13. "Could you write a note for my wife saying that my head is not up there?"

P.S. Er búin að þurfa að hnerra í 14 tíma núna, og það er ekki að takast!! Kunnið þið eitthvað ráð til að hnerra? Og ekki segja, horfðu í ljósið! það virkar ekki á mig.